Get ekki sagt að neitt stórmerkilegt hafi gerst í dag. Fór með Óðinn til læknis í morgun og svo í klippingu. Greyjið, hann er frekar stutthærður núna, en alltaf jafn sætur samt. Ég kann ekki alveg á hvernig á að biðja um herraklippingar - eða að rakarinn var bara alls ekki að hlusta!
Var mestmegnis inni á labba að vinna í dag og gekk ágætlega. Almannatengsladeildin í vinnunni er svo greinilega búin að ákveða að ég sé opin fyrir að kynna vísindi fyrir almenning og ég fæ endalausar beiðnir um að taka að mér nema í starfskynningar, fara í skóla að tala, osfrv. Það er mjög gaman, en líka tímafrekt, svo ég er að reyna að halda þessu í lágmarki í bili. Nóg að gera samt...
Á morgun er síðan árlegur kvöldverður skordýrafræðinga í London og ég ætla að sjálfsögðu að mæta. Þetta verður fimmta árið sem ég mæti. Þarna verður samtíningur helstu pöddufræðinga Englands, ásamt erlendra gesta. Erlendu gestirnir fá alltaf sérstaka kynningu og klapp, en það er sama hvað ég reyni, ég fæ ekki að vera útlendingur lengur.
Jæja, þá er víst best að skella sér í bað og kannski raka á sér leggina. Planið er að vera í pilsi á morgun og ég vil síður að samkomugestir flækist í lappahárunum á mér þegar þeir ganga framhjá!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment