Óðinn kom aftur heim í gærdag og ég fékk vægt taugaáfall. Hann er með svo miklar hlaupabólur að hann lítur út eins og nýreyttur kjúklingur, greyið. Hann er samt nokkuð hress, helst fúll yfir að fá ekki að fara út í óveðrið (get ekki sagt að það sé mjög slæmt hérna hjá okkur ennþá).
Hann þarf að vera heima aftur á morgun, svo það hafa staðið yfir miklar samningaviðræður til að finna út úr hver á að vera heima með hann. Ég er með fyrirlestur í háskólanum fyrir hádegi, svo pabbi hans ætlar að taka hann þá. Svo vona ég bara að hann verði orðinn nógu góður á miðvikudaginn!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment