Við fórum og hittum Tomma togvagn og félaga á föstudaginn. Það var alveg ískalt og brjálað rok, en við létum okkur hafa það. Óðinn var ekki í besta skapi og tók flotta aríu á veitingastaðnum, en honum fannst mjög gaman eftirá. Þarna var líka alveg afpsyrnulélegur töframaður með sýningu, verst að hafa ekki tekið mynd af kallinum, hann var alveg í sérflokki!
Við fengum okkur rúnt í Tomma togvagni. Hann fór nú ekki langt, bara fram og tilbaka, ca 500 metra eða svo í beina línu. En, það var farið tvær ferðir með okkur, svo þetta tók nú alveg korter og það var allavega logn inni í vagninum.

Við fórum í boltaland á laugardaginn. Þórhildur og Óðinn hlupu strax í sitthvora áttina og það þurfti þrjá fullorðna til að fylgja þeim eftir. Kristófer fékk að fara í boltapyttinn og við fórum öll nokkrar bunur í rennibrautinni.


Við áttum notalegan páskadag. Það snjóaði meira og minna allan daginn. Krakkarnir (nema Kristófer) fengu páskaegg í morgunmat. Óðinn vissi ekki alveg hvað var að gerast, enda man hann ekkert eftir síðustu páskum, en hann var ótrúlega ánægður með páskaeggin sín. Við fengum okkur göngutúr niður í bæ. Það var markaður í bænum og svo fengu krakkarnir að leika sér smá á róló á leiðinni heim.


En svo var kominn tími fyrir stórfjölskylduna að fara aftur heim til Íslands og þá hófst púsluspil við að pakka niður í töskurnar...
...en það hófst nú allt og svo lögðu þau af stað á fína bílnum.
Það var mjög tómlegt í Álmkoti í kvöld, við Óðinn vorum bara tvö að borða kvöldmatinn. Hann talar endalaust um að fara í flugvélina og heimsækja langamömmu. Það verður reyndar áfram gestkvæmt hjá okkur, því Auður ætlar að kíkja á föstudaginn og svo koma Mandy og Simon með krakkana og verða um helgina.
5 comments:
Takk fyrir samveruna og takk fyrir okkur:)
og smá skilaboð þið sem eruð að skoða bloggið skrifið í gestabókina:)
Knús til ykkar
Hæ,
Ég gleymi alltaf að þú ert með blogg rakst á lynkinn á það á blogginu hennar Beggu:) Gaman að fylgjast með ykkur og sérstaklega þegar maður sér myndir af krökkunum að sjá hvað þau eru orðin stór... Óðinn verður bara orðinn unglingur næst þegar maður sér hann:)
Hey Sigga er ég ekki dugleg að kvitta fyrir mig;)
Kv. Inga Hrund
Hehe jess einn búin að kvitta fyrir komuna:)
Bara gaman að fylgjast með þó svo ég eigi ekki síðuna:)
Svona er forvitnin
Kv Sigga systir
Já, eini gallinn við að fá góða gesti er hvað það verður hriiiikalega tómlegt þegar þeir fara. Kannast við það :)
Takk stelpur, gaman að vita af ykkur hérna... :)
Gia pia
Post a Comment