
Ég bakaði kanilsnúða, en hætti snarlega við að fara með þá, þar sem þeir voru harðir eins og grjót. Ég átti sem betur fer smá söl og harðfisk sem ég fór með í staðinn. Það fannst mörgum sölin ágæt, en harðfiskurinn fékk misjafnar viðtökur. Flestum fannst hann frekar seigur!
Ég smakkaði á flestum réttunum. Þarna voru til dæmis trésveppir og dömplingar frá Kína, tómatsalat frá Chile, hrísgrjónaréttur og fiskréttur frá Ghana, grænmetisréttir frá Indlandi, kartöfluréttur frá Suður Afríku og kjúklingaréttur frá Spáni. Síðan voru eftirréttir allsstaðar að líka. Þetta var alveg frábært og gaman að hitta alla og smakka á og spjalla um matinn. Óðinn var heldur var um sig og neitaði að smakka á flestu, en ég fæ hann kannski til þess að prófa fleira á næsta ári!
Myndin af Óðni er tekin í túninu á bakvið félagsheimilið í vinnunni.