Hér er búin að vera alveg ótrúleg blíða síðan á föstudag, ég er búin að draga fram sumarfötin og þurfti að slást við að slá blettinn líka. Grasið náði í mitti (á Óðni) og ég held ég hafi gert útaf við sláttuvélina...
Annars er það helst að frétta að Óðinn datt niður stigann á föstudagskvöldið, frá toppi og alla leið niður. Þetta leit mjög illa út, þar sem hann fór með höfuðið á undan, en hann slapp nokkuð heill frá þessu. Við fórum upp á slysó til að láta athuga hvort það væri allt í lagi. Honum fannst það mjög spennandi, en mér fannst það síður, föstudagskvöld á slysavarðstofum eru ekki fyrir börn! Þegar ég fór að ræða þessar ófarir við vini og kunningja, þá er þetta eitt það algengasta sem börn (og fullorðnir) slasa sig á hér, enda stigar í flestum húsum í Bretlandi. Allavega, þá verða hliðin áfram fyrir stiganum hjá okkur og Óðinn fær ekki lengur að fara einn upp og niður.
Já og ég er líka loksins búin að bóka sumarfríið. Við komum heim 15. júlí og verðum í tvær vikur!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
ARG! Þá verð ég örugglega allan tímann á fjöllum og missi af ykkur :(
Já þessir stigar eru nú frekar brattir allir,en gott að hann slapp við meiðsli og fer kannski varlega núna upp og niður hehe:)
Oh já það verður nú gaman að fá ykkur í heimsókn í júlí hlakka rosa til
Knús til ykkar Sigga systir
Æji, klúður að við hittum ekki á þig María! Gengur kannski betur næst...
Sigga - hann er sko ekkert að passa sig, þannig að nú fær hann ekki að fara einn í stiga lengur!!!
Post a Comment