Monday, 16 June 2008

Afmælisplön og fleira

Ég er búin að sitja við boðskortaskriftir í kvöld. Ég ætla að halda upp á afmælið hans Óðins 13. júlí og nú eru allir beðnir að biðja til veðurfræðinganna um sól og gott veður! Planið er að vera með liðið úti í garði, leigja hoppukastala, fara í kónga og aðra leiki. Það var frekar erfitt að takmarka gestalistann, svo þetta verða kannski of margir, en það hlýtur að reddast ... vona bara að það rigni ekki, því það er ekki pláss fyrir alla inni hjá okkur. Óðinn er mjög spenntur og talar um afmælið sitt á hverjum degi. Nú verð ég að standa mig og byrja að eyða brenninettlum úr garðinum og merkja kanínuholurnar, svo fólk hrynji ekki ofan í þær!

Óðinn er mikill athafnamaður og var alls ekki á því að við ættum að vera neitt inni við í dag, því við þyrftum sko að vinna í garðinum - "because it´s not growing properly!". Ég verð að segja að ræktin í garðinum er svo góð að ég heyri "blessað" grasið vaxa, að ekki sé talað um arfann út um allt. Hann er líka búinn að suða svo lengi um að við setjum upp matardall fyrir fuglana, að ég lét það loksins eftir honum í dag. Svo stóð hann fyrir neðan greyjið og kallaði hástöfum á fuglana að hann væri búinn að setja út hádegismat fyrir þá, en skildi svo ekkert í að þeir flokkuðust ekki til hans.

Það er líka búið að vera nóg að gera undanfarið og gaman. Auður kíkti í heimsókn um helgina, og við áttum góða daga saman frænkurnar. Svo er mamma að koma á miðvikudaginn og pabbi væntanlegur fljótlega á eftir henni. Alltaf nóg að gera og skemmtilegt í Álmkoti!

1 comment:

Anonymous said...

Oh en gaman fyrir prinsinn að fá afmælisveislu:) Og já þú verður nú endilega að merkja kanínuholurnar svo engin detti nú ofan í og segi eins og konan í Thomas lestargarðinum manstu hehe:)(húmor)
Ég er nú eiginlega alveg viss um að það verði sól og blíða í afmælisveislunni því við erum ekki og þá er gott veður ekki eins og um páskana:)
Knús Sigga systir