Úff, rosalega er langt síðan ég skrifaði eitthvað. Það er búið að vera mikið um að vera. Auður kom í heimsókn eina helgi. Við náðum aðeins að kíkja í búðir frænkurnar, það gekk alveg ágætlega hjá okkur ;) Stuttu seinna kom mamma, og pabbi þar á eftir. Þau héldu heimili fyrir mig í 10 daga. Það var algjör lúxus, maturinn tilbúinn þegar við Óðinn komum heim á daginn og sjálfvirkur uppvaskari (mamma) og garðyrkjumaður (pabbi). Ég er að spá í að flytja þau bara inn.
Það er líka fjör í náminu að vanda. Allar tilraunir í gangi í einu og ég á eftir að enda eins og vísindamaðurinn í "Back to the Future" með hárið út um allt og kannski yfirvaraskegg líka, hver veit. Bilun. Svo voru skólaheimsóknir um daginn. Við fórum með krakkana í pödduleit. Það var alveg frábært, þau voru svo áhugasöm.
Óðinn hlakkar mikið til afmælisins síns og talar endalaust um hvenær hann verði þriggja ára. Stór strákur!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment