Thursday, 31 July 2008

Pólskt súkkulaði og skrímsli

Ég er mætt aftur til Englands og tók með mér Prince Polo til að gefa vinnufélögunum. Þetta var aðallega gert vegna þess að einn úr vinnuhópnum er pólskur og honum finnst mjög fyndið að Prince Polo sé til á Íslandi.

Hann bætti síðan um betur og lét bróður sinn koma með "Grzeski" handa mér, sem er eiginlega betri útgáfa af Prince Polo. Alveg eðal súkkulaði, gæti alveg torgað heilum kassa.

Óðinn er með skrímslaæði þessa dagana, sem er í góðu lagi, nema fyrir það að hann er viss um að það séu skrímsli í skápum og undir rúmi þegar hann fer að sofa ...

2 comments:

Rannveig Magnúsdóttir said...

Haha, ég keypti einmitt Prins Póló í Póllandi í sumar og hakkaði það í mig. Pólverjunum fannst þetta allt mjög fyndið og skilja eiginlega ekki AF HVERJU okkur finnst þetta svona gott hehe ;)

Anonymous said...

Mig langar að smakka Grzeski... :P