Wednesday, 27 February 2008
Jarðskjálfti!
Það var jarðskjálfti hérna í gærnótt. Ég vaknaði við hann, en mig var að dreyma að ég væri heima í Sandvík, svo ég hélt að skjálftinn hefði bara verið partur af draumnum. Fólk var víst frekar skelkað, enda skjálftinn yfir 5 á Richter. Óðinn svaf þetta af sér, þessi snúður, og mætti ekki fyrr en hálfátta í morgun að vekja mig - svo við vorum aðeins sein fyrir í vinnu og leikskóla. Ég ætti kannski að fara að reiða mig meira á vekjaraklukkuna, ef hann ætlar að fara að vera svona morgunsvæfur...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ja hérna hér það er bara sofið út á bænum:)en það breytist þegar við komum og morgunhanarnir mínir vakna Kristófer vaknar á milli 6 og 7 svo þá verður ekki sofið út haha:) Okkur hlakkar rosalega til að koma og sjá ykkur
Knús frá okkur
Kv Sigga systir
Post a Comment