Var að muna að ég er með þessa bloggsíðu... kannski kominn tími til að fara að láta heyra í sér aftur :)
Það er allt gott að frétta af okkur mæðginum. Ég skilaði af mér skýrslu til háskólans í lok janúar og er nú að undirbúa fyrirlestra og munnleg próf. Vinnan gengur bara ágætlega, alltaf nóg að gera. Blaðlýsnar láta ekkert sérstaklega vel að stjórn, en ég get ekki áfellst þær fyrir að gera ekki það sem ég vil. Víðitrén mín vaxa líka vel.
Óðinn er kátur. Hann fór í afmæli til vinar síns á laugardaginn. Það var haldið í húsdýragarði og krakkarnir fengu að klappa og koma við allskonar dýr, þ.á.m. hana, rottu, "chipmunk" (veit ekki hvað það kallast á íslenskunni) og kanínu. Ég var mjög stolt af Óðni, en honum tókst að sitja kyrrum í heilt korter á meðan dýrin gengu á milli krakkanna. Það hlýtur að vera met! Hann byrjar síðan á fótboltanámskeiði í apríl. Þetta er fyrir 3 - 5 ára krakka, en hann fær að vera með. Ég get varla beðið eftir að námskeiðið byrji, er viss um að honum á eftir að finnast gaman. Hann er alltaf að suða um að fá að fara í fótbolta!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment