Thursday 2 October 2008

Sundnámskeið

Óðinn byrjaði á sundnámskeiði í dag. Við ætlum að fara í þessa tíma í hádeginu á fimmtudögum. Honum fannst alveg ótrúlega gaman og brosti bara hringinn allan tímann sem við vorum í lauginni. Mér fannst líka mjög gaman og líst vel á þessa tíma, kennarinn er mjög hress og skemmtileg stelpa, og krakkarnir gera allt sem hún biður um. Það eina sem mér finnst skrítið er að það eru ekki sér skiptiklefar fyriri konur og karla! Það fara allir inn á sama svæðið og svo eru litlir klefar þar inni sem maður fer inn í og skiptir yfir í sundfötin. Þá þarf maður að bera allt draslið að skápunum og svo er bara labbað beint út í laug ... það þvær sér enginn áður en þeir fara í laugina!!! Mér finnst það heldur subbó, verð bara að segja það. Svo er náttúrulega ekki hægt að þvo sér almennilega í sturtunum, því þær eru sameiginlegar líka!!! Ég fatta þetta bara engan veginn. Það væri minnsta mál að gera þetta að tveim aðskildum svæðum. En, þetta skiptir ekki máli. Mestu skiptir að Óðinn er rosalega ánægður með að fara í sund og ég er glöð að geta farið með honum ... þvæ mér bara vel þegar ég kem heim ;o)

2 comments:

Anonymous said...

En gaman hjá ykkur að fara á sundnámskeið. En jakk samt með sturtu dæmið ekki eins og hér heima með það allt saman:) en það er bara eins gott að hugsa ekkert út í það þegar þú skellir þér í laugina:)
En gaman að fara að skoða alla þessa skóla, en vá 2010 þú verður bara komin heim þá:) en bíddu er ekki örugglega 2008 núna? eru þeir svona tímanlega í skólamálum þarna úti?
jæja knús á ykkur
kv Sigga systir

Anonymous said...

Hæ hæ
Gaman að geta fylgst með ykkur hér :-)

Kveðja,
Jóhanna