Tuesday 9 September 2008

Hvað er klukkan?

Óðinn kom upp í rúm til mín í morgun klukkan sex. Ég var að reyna að sannfæra hann um að það ætti alls ekki að fara á fætur fyrr en í fyrsta lagi klukkan sjö, svo hann sneri bara vekjaraklukkunni á hvolf og þá var hún orðin níu! Honum fannst þetta rosalega fyndið - og mér reyndar líka, þó ég sé engin brandarakelling svona snemma á morgnana.

Annars er ég nýkomin heim. Fór í mæðraorlofshelgarferð til Íslands, hitti líffræðigengið, fór á þátíðarhitting með gamla gagnfræðaskólaárgangnum mínum og hitti fjölskylduna í mýflugumynd. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð, gaman að hitta gamla vini og nýja.

1 comment:

Anonymous said...

Hey sniðugt með klukkuna maður getur gert þetta í vinnunni ef tíminn líður ekkert:)
Takk fyrir komuna þó við hittumst lítið:9
Knús til ykkar
kv Sigga systir