Óðinn vildi endilega fá epli eftir morgunmatinn í morgun. Hann borðar ekki epli frekar en aðra ávexti, en ég lét hann hafa eitt epli til að athuga hvað myndi gerast. Hann reyndi að naga það í nokkrar mínútur, en náði ekki að bíta í gegnum skinnið, svo hann rétti mér það aftur og sagði að það væri bilað!
No comments:
Post a Comment