Það er löng helgi hjá bretum þessa helgina, sem þýðir að það verður frí á mánudaginn. Óðinn er farinn með pabba sínum í bústað, svo ég stefni á vinnumaraþon við skýrsluskrif og er búin að vera að undirbúa það í allan dag. Ég tæmdi hillurnar á bókasafninu og er með svo margar greinar til að lesa að ég held þetta komist ekki allt í bílinn. Síðan er stefnt í búðina til að kaupa allt sem mér þykir best að borða og drekka. Að lokum fer ég heim, læsi mig inni og verð í sjálfskipaðri einangrun fram á mánudagskvöld... Nema náttúrulega ef eitthvað skemmtilegra býðst!
Það á að sýna "The Queen" í kvikmyndaklúbbnum í vinnunni í kvöld, svo ég ætla að skella mér að sjá hana.
Hæ, hæ
ReplyDeleteVildi bara láta þig vita að ég væri að fylgjast með ritstörfum þínum hérna! Gaman að því... þú ert nú búin að vera týnd í svo mörg ár :)
kveðja