Takk fyrir afmæliskveðjurnar, bæði hér, í símanum og tölvupóstana.
Ég eyddi sjálfum afmælisdeginum á tölfræðikúrsi. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru líffræðingar haldnir mikilli tölfræðiskelfingu og þetta þóttu hræðileg örlög. Samnemendur mínir á kúrsinum keyptu handa mér köku með afmæliskertum og blómvönd, til að gera daginn þolanlegri. En, kúrsinn var alveg ótrúlega góður og ég þykist vera orðin mikið tölfræðiséni núna ;)
Úff já, minnisstætt þegar ég eyddi hálfum afmælisdegi í prófi í lífmælingum!!! ;)
ReplyDeleteHahaha, það toppar nú alveg tölfræðikúrsinn minn. Lífmælingar eru hinar verstu andlegu þjáningar sem ég hef gengið í gengið í gegnum held ég.
ReplyDelete